Vörur

VÖRUÞRÓUN Í SVÍÞJÓÐ

Megnið af framleiðslu okkar og öll vöruþróun okkar fer fram í Bankeryd, rétt norður af Jönköping í Svíþjóð. Við erum í stöðugu samtali við þá sem nota vörurnar okkar daglega - málarana. Kröfur og óskir málaranna er einmitt það sem við vinnum að dags daglega.

NÝSKÖPUN OG RANNSÓKNIR

Markmið okkar er nýsköpun og að setja á markað nýjar vörur á hverju ári sem bæði koma á óvart og auðvelda notendum vinnu. Það eru fjögur orð sem ráða í þróunarvinnunni: gæði, virkni, vinnuvistfræði og hönnun. Við vinnum sem sagt stöðugt að endingu, skilvirkni, gripi og lögun. Með stöðugu samtali við notendur tryggjum við líka að það sem við bjóðum passi við það sem þeir eru að biðja um. Við erum alveg viss um að enginn annar norrænn burstaframleiðandi hefur fjárfest jafn mikið og stöðugt í nýsköpun og þróun og við.